Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Forvarnarvika hefst í dag
Mánudagur 22. september 2008 kl. 10:21

Forvarnarvika hefst í dag



Forvarnarvika í Reykjanesbæ hefst í dag og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá alla vikuna þar sem áhersla er lögð á forvarnir í sem breiðustu mynd og með þátttöku sem flestra.


Eitt af markmiðum forvarnarvikunnar er að gera þau forvarnarverkefni sem unnið er með í samfélaginu sýnileg og efla þekkingu íbúanna á forvörnum. Í forvarnarvikunni að þessu sinni er lögð áhersla á umferðaröryggi, áfengis-og vímuvarnir, hollustuhætti, geðrækt, slysavarnir, sjálfstyrkingu og vináttu svo eitthvað sé nefnt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Meðal þess sem boðið verður upp á er:


Forvarnardagur ungra ökumanna, fræðsla um slysavarnir í Akurskóla, fundur í Njarðvíkur um skaðsemi fíkniefna, forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi, sérstök fræðsla í Heiðarskóla um einelti, áhersla á vináttu í leikskólanum Gimli og leikskólinn Holt ýtir úr vör verkefninu Deilum gildum okkar til að skapa betri heim.



Geðveikir dagar hefjast í dag kl. 16:00 og verður á sama tíma formleg opnun Bjargarinnar í nýjum húsakynnum. Kynnt verður upphaf og starfsemi Bjargarinnar  sem er geðræktarmiðstöð Suðurnesja og samstarfsverkefni sveitarfélaganna á Suðurnesjum, HSS og ríkisins.



Valdefling í verki er fræðsludagur á vegum Hlutverkaseturs og félags- og tryggingamálaráðuneytisins í samstarfi við fagfólk, notendur og aðstandendur á Suðurnesjum og fer hann fram í Kirkjulundi. Mikilvægt er að allir þeir sem láta sig geðræktina varða og vilja taka þátt í og hafa áhrif á þróun geðheilbrigðismála á Suðurnesjum mæti, segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ.



Mynd úr safni: Forvarnarfræðsla um skaðsemi fíkniefna er m.a. á fjölbreyttri dagskrá fornvarnarvikunnar.