Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Forvarnardagur ungra ökumanna 3. og 4. mars
Þriðjudagur 24. febrúar 2009 kl. 09:14

Forvarnardagur ungra ökumanna 3. og 4. mars

ForvarnardagurHinn árlegi forvarnardagur ungra ökumanna verður haldinn dagana 3. og 4. mars n.k. og eru þátttakendur nemendur á fyrsta ári í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Markmiðið með verkefninu er að vekja ungmennin til umhugsunar um þá ábyrgð sem fylgir því að fá bílpróf, fækka umferðaslysum og auka öryggi í umferðinni.

Nemendur fá fræðslu um afleiðingar umferðarlagabrota, sektir, tjónaskyldu og brot gegn 3ja aðila auk þess að upplifa að fara í veltibíl, beltasleða og prófa ölvunargleraugu. Sviðsett er umferðarslys á planinu við 88 Húsið og fá nemendur að sjá hvernig lögregla og sjúkraflutningamenn athafna sig þegar slys verður.

Dagskránni lýkur með grillveislu fyrir hópinn.

Að venju er forvarnardagur ungra ökumanna samstarfsverkefni Reykjanesbæjar , Lögreglunnar á Suðurnesjum, Brunavarna Suðurnesja, Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Tryggingamiðstöðvarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024