Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Forvarnardagur ungra ökumanna
Fimmtudagur 29. september 2011 kl. 09:19

Forvarnardagur ungra ökumanna


Árlegur forvarnardagur ungra ökumanna var haldinn í 88 Húsinu í gær og tóku um 170 nemendur á fyrsta ári í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þátt. Markmiðið með verkefninu er að vekja ungmennin til umhugsunar um þá ábyrgð sem fylgir því að fá bílpróf, fækka umferðaslysum og auka öryggi í umferðinni.

Nemendur fengu fræðslu um afleiðingar umferðarlagabrota, sektir, tjónaskyldu og brot gegn 3ja aðila, prufa ölvunargleraugu auk þess sem fíkniefnahundur leitaði af fíkniefnum sem búið var að fela á nokkrum þátttakendum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sviðsett var umferðarslys á planinu við 88 Húsið og fengu nemendur að sjá hvernig lögregla og sjúkraflutningamenn athafna sig þegar slys verður og klippa þarf bíl í sundur.

Eins og undanfarin ár voru grillaðar pylsur handa öllum þátttakendum.

Forvarnardagur ungra ökumanna er samstarfsverkefni Reykjanesbæjar, Lögreglunnar á Suðurnesjum, Brunavarna Suðurnesja, Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Tryggingamiðstöðvarinnar.