Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Forvarnadagur ungra ökumanna í 88 húsinu
Þriðjudagur 14. september 2004 kl. 15:45

Forvarnadagur ungra ökumanna í 88 húsinu

Á morgun verður haldin skemmti- og fræðsludagur ungra ökumanna í 88-húsinu. Ungmenni sem fædd eru 1988 eru boðin velkomin og skemmti- og fræðsludaginn. Brunavarnir Suðurnesja standa fyrir deginum sem er liður í umferðar- og öryggisátaki í Reykjanesbæ í samstarfi við Lögreglu, Reykjanesbæ, fjölbrautaskóla Suðurnesja, Tryggingafélög og 88 Húsið.

Markmið opins forvarnardags er að vekja áhuga ungra ökumanna á öryggisþáttum í umferðinni með ýmsum hætti.Margvísleg dagskrá er fyrirhuguð svo sem:
Fyrirlestur um forvarnir, veltibíll, árekstrarsleði, ölvunargleraugu og sýnishorn af slysavettvangi svo eitthvað sé nefnt.
Dagskráin hefst kl. 9:00 til 12:00 og verður síðan endurtekin kl. 12:00 til 14:00 og í þriðja sinn kl. 14:00 til 16:00.
Með degi þessum er markmiðið að ná til ungmenna sem eru fædd árið 1988 þar sem þau eru næstu ökumenn framtíðarinnar með það í huga að fækka slysum og auka þar með öryggi allra í umferðinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024