Forval um klapparlosun og sjóvarnagarða samþykkt
Erindi Hafnasamlags Suðurnesja um að heimilað verði að auglýsa forval til að taka þátt í lokuðu útboði vegna losunar á klöpp í Helguvík, landfyllinga og gerð sjóvarnagarða í Keflavík og Njarðvík var samþykkt í bæjarráði Reykjanesbæjar í vikunni.Klöppin verður losuð af lóð í Helguvík þar sem fyrirhugað er að byggja stálpípuverksmiðju en nú stendur yfir fjármögnun á því verkefni.