Fóru á rúntinn eftir slökkviliðsæfingu
Mikil handagangur var í öskjunni á leikskólanum Tjarnarseli í morgun þegar Brunavarnir Suðurnesja stóðu fyrir sínum árlegu reykköfunaræfingum.
Á hverju ári fara BS í alla leikskóla og grunnskóla á sínu svæði þar sem húsnæðið er fyllt af reyk eftir að allir eru komnir út nema tveir starfsmenn. Þá halda reykkafarar inn og finna starfsmennina ásamt því sem farið er yfir brunavarnarkerfi og flóttaleiðir.
Krakkarnir skemmtu sér við að horfa á ósköpin og ekki spillti fyrir að þau fengu rúnt í slökkviliðsbílnum eftir á.
Á hverju ári fara BS í alla leikskóla og grunnskóla á sínu svæði þar sem húsnæðið er fyllt af reyk eftir að allir eru komnir út nema tveir starfsmenn. Þá halda reykkafarar inn og finna starfsmennina ásamt því sem farið er yfir brunavarnarkerfi og flóttaleiðir.
Krakkarnir skemmtu sér við að horfa á ósköpin og ekki spillti fyrir að þau fengu rúnt í slökkviliðsbílnum eftir á.