Forsvarsmenn stéttarfélaga funda með ráðamönnum
Forsvarsmönnum stéttarfélaga á Suðurnesjum hefur í dag verið stefnt til fundar við ráðamenn þjóðarinnar, þar sem staða mála á Keflavíkurflugvelli hefur verið rædd. Að sögn Kristjáns Gunnarssonar, formanns Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis eru mál fundarins á trúnaðarstigi og því ekki hægt að tjá sig sérstaklega um efni hans.
Mikil óvissa hefur verið með framhald mála í Varnarstöðinni en Kristján sagði að Varnarliðið vildi halda öllum starfsmönnum til loka september.
Mikil óvissa hefur verið með framhald mála í Varnarstöðinni en Kristján sagði að Varnarliðið vildi halda öllum starfsmönnum til loka september.