Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Forsvarsmenn Jarðvéla dæmdir fyrir meiriháttar skattalagabrot
Miðvikudagur 3. mars 2010 kl. 14:37

Forsvarsmenn Jarðvéla dæmdir fyrir meiriháttar skattalagabrot


Tveir fyrrum forsvarsmenn Jarðvéla voru í dag dæmdir í héraðsdómi fyrir meiri háttar brot á skattlögum. Annar þeirra er búsettur í Reykjanesbæ þar sem hann rak verktakafyrirtæki sem keypti síðan Jarðvélar 2006 þegar framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar stóðu yfir.  Undir stjórn þeirra fóru Jarðvélar í gjaldþrot og framkvæmdir við Brautina töfðust um marga mánuði af þeim sökum.  Þeim er gert að sæta fangelsi í 12 mánuði.

Dómurinn er skilorðsbundin til tveggja ára en ákærðu er gert að greiða hvor um sig rúmar 104 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs ella komi 6 mánaða fangelsi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna.

Þeir voru ákærðir fyrir að hafa eigi staðið skil á virðisaukaskatti upp á tæpar 25,7 milljónir króna. Einnig fyrir að hafa eigi staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda upp á 78,4 milljónir króna. Annar mannanna var framkvæmdastjóri og hinn stjórnarformaður

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024