Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Forsvarsmenn HS halda til Bandaríkjanna
Þriðjudagur 1. ágúst 2006 kl. 08:25

Forsvarsmenn HS halda til Bandaríkjanna

Forsvarsmenn Hitaveitu Suðurnesja (HS) hafa sent fulltrúum varnarliðsins kröfur sínar vegna meints brots á samningi vegna brotthvarfs varnarliðsins frá Íslandi. Mbl.is greinir frá þessu í morgun. HS krefst eingreiðslu vegna tapaðra viðskipta en ekki fæst uppgefið sú upphæð sem krafist er.

 

Júlíus Jónsson, forstjóri HS, segir í samtali við Mbl.is að hann muni fara til Norfolk í Bandaríkjunum í dag ásamt stjórnarformanni, aðstoðarforstjóra og lögfræðilegum ráðgjafa hitaveitunnar. Þar muni þeir eiga viðræður við fulltrúa bandarískra stjórnvalda á miðvikudag og fimmtudag um kröfur hitaveitunnar. Júlíus segir ennfremur að ómögulegt sé að geta sér til um hversu langan tíma taki að komast að samkomulagi.

 

Kröfur Hitaveitunnar voru sendar erlendis í síðustu viku og enn hafa ekki borist viðbrögð við þeim að sögn Júlíusar.

 

Júlíus vildi ekki gefa upp hversu há upphæðin væri sem HS krefðist af varnarliðinu en tekjur af sölu á heitu vatni til varnarliðsins voru áætlaðar 570 milljónir króna í ár.

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024