Forstöðumannaskipti í íþróttamannvirkjum í Reykjanesbæ
Á dögunum urðu forstöðumannaskipti í íþróttamannvirkjum Reykjanesbæjar.
Jón Jóhannsson lét af störfum sem forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar við Sunnubraut en mun áfram starfa sem forstöðumaður Sundmiðstöðvarinnar og nýrrar Vatnaveraldar við Sunnubraut. Jón hefur starfað sem forstöðumaður íþróttahússins frá því það var opnað árið 1980 og man því tímana tvenna í rekstri íþróttamannvirkja.
Hann mun nú einbeita sér að rekstrinum á sundmiðstöðinni en við hann hefur nú bæst 50m innilaug og yfirbyggður vatnaleikjagarður.
Hafsteinn Ingibergsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Njarðvíkur tók við forstöðu í Íþróttahúsinu við Sunnubraut og framundan eru ýmis spennandi verkefni að hans sögn s.s. viðbygging sem hýsa mun félagsaðstöðu Keflavíkur líkt og gert var í Njarðvík.
Mynd: Stefán Bjarkason framkvæmdastjóri Menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs, Jón Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson.
Af vef Reykjanesbæjar, www.rnb.is
Jón Jóhannsson lét af störfum sem forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar við Sunnubraut en mun áfram starfa sem forstöðumaður Sundmiðstöðvarinnar og nýrrar Vatnaveraldar við Sunnubraut. Jón hefur starfað sem forstöðumaður íþróttahússins frá því það var opnað árið 1980 og man því tímana tvenna í rekstri íþróttamannvirkja.
Hann mun nú einbeita sér að rekstrinum á sundmiðstöðinni en við hann hefur nú bæst 50m innilaug og yfirbyggður vatnaleikjagarður.
Hafsteinn Ingibergsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Njarðvíkur tók við forstöðu í Íþróttahúsinu við Sunnubraut og framundan eru ýmis spennandi verkefni að hans sögn s.s. viðbygging sem hýsa mun félagsaðstöðu Keflavíkur líkt og gert var í Njarðvík.
Mynd: Stefán Bjarkason framkvæmdastjóri Menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs, Jón Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson.
Af vef Reykjanesbæjar, www.rnb.is