Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Forstjóri Samherja: Ekkert hægt að segja til um hvort verksmiðjan verði endurbyggð
Fimmtudagur 10. febrúar 2005 kl. 13:59

Forstjóri Samherja: Ekkert hægt að segja til um hvort verksmiðjan verði endurbyggð

Hjá fiskimjölsverksmiðju Samherja í Grindavík starfa á bilinu 15 til 20 manns. Óskar Ævarsson verksmiðjustjóri segir að starfsmennirnir séu allir fastráðnir og að nóg verði að gera næstu daga.
„Það er nóg að gera við að ganga frá eftir brunann. Við stefnum að því að vera hér í hrognum. Það er ljóst að við munum ekki bræða loðnu í verksmiðjunni á þessari vertíð en við játum okkur ekki alveg sigraða,“ sagði Óskar í samtali við Víkurfréttir.
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja kom til Grindavíkur um fimmleytið í gærdag og í dag skoðaði hann aðstæður í Grindavík. Þorsteinn sagði í samtali við Víkurfréttir að ekkert væri hægt að segja um það hvort farið yrði í það að byggja verksmiðjuna á nýjan leik, verið væri að meta aðstæður. Sagði hann að Samherjamenn hefðu verið mjög ánægðir með verskmiðjuna og að nýlega hefði hún fengið starfsleyfi til 10 ára.

Myndir: Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja og Óskar Ævarsson verksmiðjustjóri í Grindavík í dag. Suðurhlið hússins er mikið skemmd. VF-ljósmyndir: Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024