Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Forskot á áramótin!
Laugardagur 28. desember 2002 kl. 22:52

Forskot á áramótin!

Björgunarsveitin Suðurnes tók forskot á áramótin með flugeldasýningu við höfuðstöðvar sveitarinnar við Holtsgötu í Njarðvík í kvöld. Mikill fjöldi fylgdist með sýningunni sem stóð yfir í nokkrar mínútur með ljósagangi og sprengingum.Sýningin hófst á slaginu 20:30 eins og auglýst hafði verið og það varð því hlutskipti einhverra að missa af sýningunni eða þurfa að horfa á hana úr fjarlægð, þar sem þó nokkur umferð var á helstu leiðum að sýningarstað. Þeir sem voru seinir fyrir gátu sjálfum sér um kennt en að sjálfsögðu hefði mátt gefa hinar íslenksu 5 mínútur þannig að þeir sem þurftu að leggja langt frá gætu komið sér í námunda við sýningarsvæðið.

Myndin: Flugeldasýningin séð frá Vallarbrautinni í Njarðvík fyrr í kvöld.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024