Forsetinn heimsótti Rauða krossinn á Suðurnesjum
Rétt fyrir páska fór forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, í heimsókn í Rauða krossinn á Suðurnesjum.
Fjöldi fólks tók á móti honum og kynnti hann sér íslenskukennslu sem fram fór þennan dag, fataflokkun og fatabúðina. Að lokum þáði Guðni forseti kaffi og vöfflur og spjallaði við nærstadda.
Það þótti öllum mikið til koma að fá forsetann í heimsókn og voru viðtökur líkt og um heimsfræga rokkstjörnu væri um að ræða. Forsetinn hefur líka alltaf verið duglegur að veita starfi Rauða krossins á Íslandi athygli, enda er hann opinber verndari félagsins.
Heimsóknin var ánægjuleg í alla staði og það var gefandi fyrir skjólstæðinga Rauða krossins að upplifa svo jákvæðan viðburð. Sömuleiðis var hún góð viðurkenning fyrir sjálfboðaliðana, sem standa vaktina oft í viku og bera uppi gott starf Rauða krossins. Frá þessu er greint á vef Rauða krossins.