Forsetinn heimsækir Reykjanesbæ - bæjarbúum boðið í forsetakaffi
Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, kemur í opinbera heimsókn til Reykjanesbæjar 2. og 3. maí. Mun hann heimsækja fjölmarga staði og fyrirtæki í bæjarfélaginu.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar verður með kaffiboð fyrir forsetann og bæjarbúa í Stapa fimmtudaginn 2. maí kl. 17.30 og hvetur alla bæjarbúa, unga sem aldna, til að fjölmenna í boðið og hitta forsetann. Allir eru hjartanlega velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Flutt verður stutt tónlistardagskrá og forsetinn mun ávarpa fólkið.