Forsetinn heimsækir Bláa Lónið í dag
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun heimsækja starfsstöðvar Bláa Lónsins í dag ásamt eiginkonu sinni Dorrit Moussaieff.
Blá Lónið hlaut Útflutningsverðlaun Forseta Íslands fyrr á árinu og hefur forsetinn leitast við að sækja þau fyrirtæki heim sem verðlaunin hljóta og heiðra framlag starfsfólksins. Í fylgd forsetahjónanna verða fulltrúar úr úthlutunarnefnd verðlaunanna, fulltrúar frá Útflutningsráði og forsetaritari. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Bláa Lóninu.
Í heimsókninni munu forsetahjónin og úthlutunarnefnd kynna sér þá fjölbreyttu starfsemi sem fram fer í Bláa Lóninu; þróun og framleiðslu Blue Lagoon húðvara, byggingarsvæði nýrrar húðlækningarstöðvar á svæðinu og snæða hádegisverð á veitingastað Bláa Lónsins – Heilsulind.
Þá mun Grímur Sæmundsen framkvæmdastjóri kynna fyrir forsetanum og nefndinni ýmis framtíðaráform Bláa Lónsins. Einn hluti af því er að fá fleiri erlenda sjúklinga til Íslands í meðferð við psoriasis og hefur Bláa Lónið undanfarið verið að vinna í samstarfi við íslensk og bandarísk heilbrigðisyfirvöld um að fá bandaríska húðsjúklinga til þess að njóta lækninga í Bláa Lóninu.
Aldrei hafa fleiri gestir heimsótt Bláa Lónið en það sem af er árinu 2004, eða á bilinu 350 til 360 þúsund manns, eða að meðaltali um 1000 gestir á dag.
Tölvumynd af húðlækningarstöðinni
Blá Lónið hlaut Útflutningsverðlaun Forseta Íslands fyrr á árinu og hefur forsetinn leitast við að sækja þau fyrirtæki heim sem verðlaunin hljóta og heiðra framlag starfsfólksins. Í fylgd forsetahjónanna verða fulltrúar úr úthlutunarnefnd verðlaunanna, fulltrúar frá Útflutningsráði og forsetaritari. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Bláa Lóninu.
Í heimsókninni munu forsetahjónin og úthlutunarnefnd kynna sér þá fjölbreyttu starfsemi sem fram fer í Bláa Lóninu; þróun og framleiðslu Blue Lagoon húðvara, byggingarsvæði nýrrar húðlækningarstöðvar á svæðinu og snæða hádegisverð á veitingastað Bláa Lónsins – Heilsulind.
Þá mun Grímur Sæmundsen framkvæmdastjóri kynna fyrir forsetanum og nefndinni ýmis framtíðaráform Bláa Lónsins. Einn hluti af því er að fá fleiri erlenda sjúklinga til Íslands í meðferð við psoriasis og hefur Bláa Lónið undanfarið verið að vinna í samstarfi við íslensk og bandarísk heilbrigðisyfirvöld um að fá bandaríska húðsjúklinga til þess að njóta lækninga í Bláa Lóninu.
Aldrei hafa fleiri gestir heimsótt Bláa Lónið en það sem af er árinu 2004, eða á bilinu 350 til 360 þúsund manns, eða að meðaltali um 1000 gestir á dag.
Tölvumynd af húðlækningarstöðinni