Forsetinn fékk soðna ýsu og rúgbrauð í Virkjun
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var á ferð um Vallarheiði í gærdag þar sem hann kynnti sér m.a. starfsemi Virkjunar mannauðs á Reykjanesi. Forsetinn snæddi m.a. hádegisverð með fólkinu í Virkjun en í gær var boðið upp á soðna ýsu með kartöflum og rúgbrauði.
Ólafur var mjög áhugasamur um þau verkefni sem hann kynnti sér en hann kom víða við á ferð sinni um Vallarheiði.
Myndir: Ólafur Ragnar í ýsunni í Virkjun í hádeginu í gær. Myndir: Dagný Gísladóttir