Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Forsetinn á Suðurnesjum
Fimmtudagur 15. október 2009 kl. 16:45

Forsetinn á Suðurnesjum


Ólafur Ragnar Grímsson, Forseti Íslands, var gestur Suðurnesjadeildar Rauða kross Íslands í dag. Hann kynnti sér starfsemi deildarinnar í höfuðstöðvum hennar í Reykjanesbæ, auk þess sem hann fór með Rauða kross fólki upp á Keflavíkurflugvöll og kynnti sér það starf sem Rauði krossinn sinnir í tengslum við flugatvik.

Suðurnesjadeildin sinnir árlega mörgum útköllum á Keflavíkurflugvöll þar sem þarf að veita sálrænan stuðning við farþega, t.d. eftir erfiðar flugferðir í mikilli ókyrrð eða þegar bilanir koma upp í vélum sem snúið er til Keflavíkurflugvallar.


Þá var forsetanum boðið upp á kaffi og pönnukökur af gömlum og góðum íslenskum sið en sjálfboðaliðarnir "á bakvið tjöldin" sáu um baksturinn. Það er einmitt fjölbreytt sjálfboðaliðastarf Rauða krossins sem nú er í brennidepli á Íslandi í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi í dag.