Forseti Íslands í heimsókn í Grindavík
Nú stendur yfir hátíðardagskrá í íþróttamiðstöð Grindavíkur vegna 30 ára afmælis kaupstaðarréttinda Grindavíkur. Meðal þeirra sem fluttu ávarp var hr. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands. Bæjarstjórn Grindavíkur ákvað á sérstökum hátíðarfundi í morgun að gera Guðberg Bergsson að heiðursborgara bæjarins. Einnig var ákveðið að veita björgunarsveitinni Þorbirni sérstaka viðurkenningu fyrir frækilegt björgunarafrek í janúar sl. þegar skipverjum af Sigurvini GK-61 var bjargað við innsiglinguna í Grindavík.
Myndin: Hr. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands flutti ávarp á afmælishátíð Grindavíkur í dag. VF-símamynd/Hilmar Bragi Bárðarson.
Myndin: Hr. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands flutti ávarp á afmælishátíð Grindavíkur í dag. VF-símamynd/Hilmar Bragi Bárðarson.