Forseti Íslands á Sjóaranum síkáta
- flytur hátíðarræðu Sjómannadagsins í Grindavík
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flytur hátíðarræðuna á hátíðarhöldum Sjómannadagsins í Grindavík sunnudaginn 5. júní nk. á Sjóaranum síkáta.
Hátíðarræðan verður væntanlega ein af síðustu embættisskyldum forsetans en hann lætur af störfum í sumar.
Hér má sjá viðtal Sjónvarps VF við forsetann þegar hann heimsótti Grindavík á 40 ára afmæli bæjarsins árið 2014. Hann hefur alltaf verið mikill Grindavíkurvinur eins og heyra má í spjalli við hann.