Forsetaritari í forstjórastól Keflavíkurverktaka
Róbert Trausti Árnason,forsetaritari verður líklega næsti forstjóri Keflavíkurverktaka. Gengið verður frá ráðningu hans í lok vikunnar.Róbert Trausti Árnason, forsetaritari var meðal átján umsækjenda um starf forstjóra Keflavíkurverktaka hf.Samkvæmt heimildum Víkurfrétta verður líklega gengið frá ráðningu hans í lok vikunnar. Róbert Trausti hefur undanfarin ár gegnt starfi forsetaritara. Hann hefur langa reynslu af störfum fyrir utanríkisþjónustuna.Allir átján umsækjendurnir óskuðu nafnleyndar. Eins og kunnugt er gegndi Steindór Guðmundsson starfi forstjóra Keflavíkurverktaka á síðasta ári en hann lést í febrúar sl.Keflavíkurverktakar gengu í gegnum miklar breytingar á síðasta ári þegar aðildafélögin voru sameinuð undir nafni Keflavíkurverktaka hf. Eftir lát Steindórs var skipuð þriggja manna framkvæmdanefn til að hafa yfirumsjón með rekstri fyrirtækisins. Í henni eru Bragi Pálsson, Einar Björnsson og Guðrún Jakobsdóttir.