Forsetahjónin úthlutuðu jólamatnum
- 350 fjölskyldur fá mat úthlutað mánaðarlega
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson og eiginkona hans, Dorrit Moussaieff tóku þátt í matarúthlutun hjá Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjanesbæ í dag. Fjölskylduhjálpin hefur starfað í fimm ár í Reykjanesbæ um þessar mundir og komu forsetahjónin í heimsókn af því tilefni. Anna Valdís Jónsdóttir, verkefnastjóri Fjölskylduhjálparinnar í Reykjanesbæ, segir þau hjónin hafa stutt við starfsemina frá upphafi og því hafi verið ánægjulegt að þau hafi komið í jólaúthlutunina. 350 fjölskyldur fá mánaðarlega úthlutað mat hjá Fjölskylduhjálpinni í Reykjanesbæ.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gaf sig á tal við skjólstæðinga Fjölskylduhjálpar í Reykjanesbæ í dag.