Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Forsetahjónin heimsóttu Njarðvíkur- og Heiðarskóla
Fimmtudagur 28. september 2006 kl. 13:13

Forsetahjónin heimsóttu Njarðvíkur- og Heiðarskóla

Forseti Íslands Hr. Ólafur Ragnar Grímsson heimsótti í morgun Njarðvíkurskóla og Heiðarskóla í tilefni af forvarnardegi grunnskólanna sem haldinn er í dag 28. september.
Forvarnardagurinn er haldin að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.
Grunnskólar Reykjanesbæjar tóku þátt í sameiginlegri dagskrá forvarnardagsins sem fólst m.a. í vinnuhópum með nemendum í 9. bekkmeð þátttöku m.a. frá fulltrúum foreldra, íþrótta- og æskulýðsfélaga og félagsmiðstöðva.
Niðurstöður vinnuhópanna í hverjum skóla verða skráðar á vefinn forvarnardagur.is


 

Mynd: Frá Njarðvíkurskóla í morgun. VF-mynd: elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024