Forsetaheimsókn í Grindavík á morgun
 Forseti Íslands kemur ásamt forseta Grikklands í opinbera heimsókn til Grindavíkur á morgun. Forsetarnir, ásamt eiginkonum sínum,  ætla að heimsækja Vísir hf þar sem starfsfólk mun leiða gestina í allan sannleikann um leyndardóma saltfiskvinnslu en Grikkland ku vera mikilvægt markaðssvæði fyrir íslenskan saltfisk.
Forseti Íslands kemur ásamt forseta Grikklands í opinbera heimsókn til Grindavíkur á morgun. Forsetarnir, ásamt eiginkonum sínum,  ætla að heimsækja Vísir hf þar sem starfsfólk mun leiða gestina í allan sannleikann um leyndardóma saltfiskvinnslu en Grikkland ku vera mikilvægt markaðssvæði fyrir íslenskan saltfisk.
Bæjarstjóri Grindavíkur, Ólafur Ö. Ólafsson, tekur á móti gestunum í Saltfisksetrinu þar sem Óskar Sævarsson, safnstjóri, verður með sérstaka kynningu á safninu.
Þá mun leið gestanna liggja í orkuver Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi þeir sem þau þeir munu kynna sér starfsemi Hitaveitunnar og Bláa lónsins.
Mynd: Forsetinn við opnun Saltfiskssetrins árið 2002. Þangað ætlar hann að bjóða grísku forsetahjónunum á morgun.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				