Forsetafrúin í hvalaskoðunarferð
Dorrit Moussaieff, forsetafrú, fór í morgun í hvalaskoðunarferð á bátnum Moby Dick ásamt erlendum gestum sínum.
Er í land var komið tjáði hún blaðamanni Víkurfrétta að ferðin hefði verið frábær eins og allar hvalaskoðunarferðir, og bætti því við að þessar ferðir væru fastur liður á dagskrá í kynnisferðum með erlenda gesti.
„Ég hef farið margoft... en ekki nógu oft“, sagði Dorrit, á reiprennandi íslensku, og sagðist sérlega ánægð með þessa ferð þar sem þau hefðu séð mikið af hval, sérstaklega höfrungum.
Gestir forsetafrúarinnar voru fimm í dag, en hún sagðist eiga von á fimmtíu í næstu viku og fjölmörgum það sem eftir er sumars.
VF-mynd/Þorgils Jónsson
Er í land var komið tjáði hún blaðamanni Víkurfrétta að ferðin hefði verið frábær eins og allar hvalaskoðunarferðir, og bætti því við að þessar ferðir væru fastur liður á dagskrá í kynnisferðum með erlenda gesti.
„Ég hef farið margoft... en ekki nógu oft“, sagði Dorrit, á reiprennandi íslensku, og sagðist sérlega ánægð með þessa ferð þar sem þau hefðu séð mikið af hval, sérstaklega höfrungum.
Gestir forsetafrúarinnar voru fimm í dag, en hún sagðist eiga von á fimmtíu í næstu viku og fjölmörgum það sem eftir er sumars.
VF-mynd/Þorgils Jónsson