Forsætisráðherra: Tvöföldun Reykjanesbrautar mikilsverð framkvæmd
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, vék að málefnum Reykjanesbrautar í setningarræðu sinni á Alþingi í gær og sagði að um mikilsverða framkvæmd væri að ræða.
Í ræðunni sagði hann tvöföldun Brautarinnar vera eina af brýnustu framkvæmdum sem liggja fyrir samgönguyfirvöldum fyrir næsta þing. Í þeim hópi voru t.d. Sundabraut, gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar, jarðgöng á Austurlandi ofl. Halldór lagði áherslu á það að framkvæmdunum ætti ekki að stilla upp sem andstæðum heldur séu þær allar verkefni sem þurfi að leysa.
Mynd úr safni