Forsætisráðherra ræddi atvinnumál á fundi í Keflavík
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ræddi m.a. atvinnumál á Suðurnesjum á opnum fundi sem Samfylkingin stendur nú fyrir í Reykjanesbæ en fundurinn hófst kl. 10:30 í sal Sálarrannsóknarfélags Suðurnesja við Víkurbraut og stendur enn.
Það kom fram á fundinum að forsætisráðherra er bjartsýnni en áður um að álverið í Helguvík verði að veruleika.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á fundinum nú áðan en nánar verður greint frá orðum forsætisráðherra um atvinnumál á Suðurnesjum síðar í dag. VF-myndir: Hilmar Bragi