Forsætisráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra heimsóttu Reykjanesbæ
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, ásamt starfsfólki beggja ráðuneyta, heimsóttu Reykjanesbæ í dag og kynntu sér verklag og áskoranir Reykjanesbæjar við móttöku flóttafólks og hælisleitenda.
 
Við þetta tilefni skrifuðu Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra, undir nýjan samning um samræmda móttöku flóttafólks eins og flest stærri sveitarfélög landsins hafa þegar gert eða ætla að gera.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				