Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Forsætisráðherra heimsótti Víkurfréttir
Fimmtudagur 10. mars 2005 kl. 17:13

Forsætisráðherra heimsótti Víkurfréttir

„Suðurnesjamenn hafa enga ástæðu til að vera svartsýnir hvað atvinnumálin hér á Reykjanesi varðar,“ sagði Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra í heimsókn sinni á Víkurfréttum í dag. Halldór er hér í heimsókn í Reykjanesbæ í tengslum við opinn fund sem haldinn verður í Duus-húsum í kvöld klukkan 20:00.

Halldór heimsótti mörg fyrirtæki og stofnanir í dag, fór m.a. í skóla, Heilbrigðisstofnun, Kaffitár og Samkaup. Hann mætti í fríðu föruneyti þeirra Hjálmars Árnasonar þingmanns, Eysteins Jónssonar aðstoðarmanns landbúnaðarráðherra, Steingríms Ólafssonar fjölmiðlafulltrúa, Kjartans Más Kjartanssonar bæjarfulltrúa Reykjanesbæjar og Ingva Þór Hákonarsonar formanns ungra Framsóknarmanna á skrifstofu Víkurfrétta og skoðaði starfsemi fyrirtækisins en blaðið verður 25 ára síðar á árinu.

Forsætisráðherra ræddi við Pál Ketilsson, ritstjóra Víkurfrétta, um starfsemi fyrirtækisins og var hann hrifinn af vinnustaðnum, og ánægður með heimsóknina. Ráðherra ræddi við starfsmenn Víkurfrétta og spurði um ýmislegt varðandi svæðið. Atvinnumálin, herinn og fleira komu upp í umræðunni og eins og fyrr greinir telur hann enga ástæðu til svartsýni hér, síður en svo.


VF-Myndir:/Þorgils Halldór Ásgrímsson í heimsókn hjá Víkurfréttum í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024