Forsætisráðherra heimsækir fyrirtæki og stofnanir í Reykjanesbæ
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, heimsækir í dag fjölda fyrirtækja og stofnana í Reykjanesbæ og kynnir sér starfsemi þeirra og ræðir við stjórnendur. Hann hefur yfirreið sína í Fjölbrautaskóla Suðurnesja nú kl. 11:30 en þaðan fer hann á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Í dag heimsækir hann m.a. Samkaup, Kaffitár og kemur við hjá okkur hér á Víkurfréttum.
Halldór heldur opinn stjórnmálafund í kvöld, 10. mars kl. 20.00 í Listasafni Reykjanesbæjar, DUUS húsum. Á fundinum mun Halldór fara vítt og breitt yfir stöðu stjórnmálanna í dag og fundarmönnum gefast kostur á að leggja fyrir hann spurningar. Búast má við fjölmenni þar sem fjölmörg mál brenna á Suðurnesjamönnum.
Halldór heldur opinn stjórnmálafund í kvöld, 10. mars kl. 20.00 í Listasafni Reykjanesbæjar, DUUS húsum. Á fundinum mun Halldór fara vítt og breitt yfir stöðu stjórnmálanna í dag og fundarmönnum gefast kostur á að leggja fyrir hann spurningar. Búast má við fjölmenni þar sem fjölmörg mál brenna á Suðurnesjamönnum.