Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Forsætisráðherra boðar til blaðamannafundar um Magma
Þriðjudagur 27. júlí 2010 kl. 16:21

Forsætisráðherra boðar til blaðamannafundar um Magma

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar nú klukkan hálf fimm þar sem hún hyggst ásamt fjármálaráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra gera grein fyrir niðurstöðu fundahalda undanfarna daga þar sem rætt hefur verið um Magma-deiluna.

Ríkisstjórnin hyggst rannsaka kaup Magma á HS Orku samkvæmt heimildum fréttastofu Ríkisútvarpsins. Ríkisstjórnin véfengir lögmæti kaupanna og hyggst ekki staðfesta samninginn að svo stöddu. Þá mun ríkisstjórnin endurskoða lög um auðlindir með það að markmiði að tryggja að orkufyrirtæki sem nýta orkuauðlindir séu að meirihluta í opinberri eigu og takmarka þannig eignarhald einkaaðila á þeim.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024