Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Forsætisráðherra á opnum fundi í Reykjanesbæ á laugardag
Föstudagur 20. maí 2011 kl. 10:11

Forsætisráðherra á opnum fundi í Reykjanesbæ á laugardag

Jóhann Sigurðardóttir forsætisráðherra verður á fundi í Keflavík á morgun en þingmenn Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, Björgvin G. Sigurðsson, Oddný G. Harðardóttir og Róbert Marshall, hafa undanfarnar vikur verið á fundaferð um kjördæmið þar sem þau hlusta á viðhorf íbúa, ræða stöðuna í landsmálum og verkefnin framundan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sjávarútvegsmál, atvinnusköpun, skuldamál heimila og fyrirtækja, auðlindanýting, samningsmarkmiðin við ESB, og hvernig útrýma eigi fátækragildrum og efla menntun hafa m.a. verið til umræðu á fjölsóttum og fjörlegum fundum á Höfn, í Vik í Mýrdal, Grindavík, á Hellu, í Þorlákshöfn, Hveragerði, á Selfossi, í Vestmannaeyjum og Garði.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra slæst í hóp þingmannanna á tíunda og síðasta fundi þeirra í fundaferðinni á morgun laugardag 21. maí í Samfylkingarsalnum við Keflavíkurhöfn að Víkurbraut 13 og hefst fundurinn kl. 10.30.

Fundurinn er öllum opinn. Heitt á könnunni og allir velkomnir, segir í frétt frá Samfylkingunni.

VF-mynd: Jóhanna á spjalli við Árna Sigfússon, bæjarstjóra Reykjanesbæjar á fundi ríkistjórnarinnar í Víkingaheimum í nóvember sl.