Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 1. desember 2000 kl. 19:02

Fórnarlömb slyssins öll af Suðurnesjum

Lögreglan í Keflavík leitar nú vitna að hinu hörmulega umferðarslysi sem varð á Reykjanesbraut í gær. Slysið varð kl. 16:45 á Strandarheiði um tvo kílómetra frá Kúagerði.
Fórnarlömb slyssins, hjón á fimmtugsaldri og þrítugur karlmaður, voru öll búsett á Suðurnesjum. Stúlka, fædd 1996, liggur enn á gjörgæsludeild Landsspítalans með höfuðáverka en ekki talin í lífshættu. Ekki er hægt að greina frá nöfnum fólksins að svo stöddu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024