Formlegar viðræður á mánudag
Formlegar viðræður um endurnýjun varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna hefjast í Reykjavík á mánudag. Í íslensku viðræðunefndinni verða embættismenn úr utanríkis- og forsætisráðuneytum. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, verður formaður nefndarinnar.Ekki liggur fyrir hverjir koma frá Bandaríkjunum en búist er við embættismönnum úr varnarmála- og utanríkisráðuneytinu og stofnunum sem tengjast varnarmálum.
Rúv greindi frá.
Myndin: F-15 "Íslandsvörður" á flugi yfir Keflavíkurflugvelli í gærdag. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Rúv greindi frá.
Myndin: F-15 "Íslandsvörður" á flugi yfir Keflavíkurflugvelli í gærdag. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson