Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Formlegar meirihluta viðræður Framsóknar, Samfylkingar og Beinnar leiðar hafnar
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 23. maí 2022 kl. 00:04

Formlegar meirihluta viðræður Framsóknar, Samfylkingar og Beinnar leiðar hafnar

Oddvitar Framsóknar, Samfylkingar og Beinnar leiðar hafa tilkynnt að formlegar viðræður um meirihlutasamtarf séu hafnar milli flokkanna í Reykjanesbæ.

Flokkarnir þrír mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili. Í undanfara nýafstaðinna kosninga gáfu öll framboðin úr síðasta meirihluta að áhugi væri á áframhaldandi samstarfi ef þau næðu áfram meirihluta. Oddvitar þeirra, þau Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir hjá Framsókn, Friðjón Einarsson hjá Samfylkingu og Valgerður Björk Pálsdóttir hjá Beinni leið hafa hist að undanförnu en nú er hafnar formlegar viðræður. Í kosningunum fengu Samfylking og Framsókn 3 bæjarfulltrúa en Bein leið einn. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024