Formleg opnun Nesvalla
Formleg opnun þjónustumiðstöðvar á Nesvöllum er í dag.
Fulltrúar þriggja kynslóða, af íslenskum og pólskum, uppruna sáu um táknræna opnun Nesvalla með gróðursetningu þriggja trjáa.
Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri, sagði í ávarpi sínu að
Nesvellir væru fjölskyldumiðstöð þar sem íbúar allra kynslóða af
hvaða kynþætti sem er ættu að finna sig velkomna og njóta þessa að vera saman.
Í tilefni opnunarinnar verður opnunarhátíð frá kl. 14-17.
Jóhann Pétursson, Hanna Gratzka og Helga Guðrún Sigurðardóttir voru
fulltrúar sinna kynslóða við gróðursetninguna.
Meira um opnunina síðar.
VF-mynd/IngaSæm