Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Formannsskipti í Ferðamálafélagi Grindavíkur
Mánudagur 30. maí 2005 kl. 16:01

Formannsskipti í Ferðamálafélagi Grindavíkur

Ferðamálafélag Grindavíkur hélt aðalfund á dögunum í Saltfisksetri Íslands í Grindavík. Erling Einarsson lét af störfum sem formaður og í hans stað var kjörinn Arnbjörn Gunnarsson.

Fram kom á fundinum að þau verkefni sem félagið hefur sinnt á síðastliðnu ári tókust með ágætum og er þar helst að nefna útgáfu á riti um Selatanga mjög gott rit og vel unnið í alla staði. Nýkjörinn formaður Arnbjörn Gunnarsson, mikill göngugarpur, þakkaði kjörið og kvaðst ætla að vinna að eflingu félagsins og fylgja eftir því góða starfi sem unnið hefur verið. Sandra Antonsdóttir gjaldkeri félagsins fór yfir reikninga og kom þar fram að fjárhagsstaða er góð. Ákveðið var að halda áfram útgáfu rita um helstu og merkustu staði í umdæmi Grindavíkurhrepps.

Ferðamálafélagið mun á næstunni gefa út rit um Húshólma þar sem farið verður yfir sögu hólmans, minjarnar sem í honum eru, tengsl við nálæga minjastaði, aldur minjanna og Ögmundarhraun sem umlykja þær aðkomur, hugleiðingar um fólkið, verndun, rannsóknir og nýtingu svæðisins til framtíðar.
Ritið má nálgast í Saltfisksetrinu, en áður hefur félagið gefið út í sama ritflokki og bókin um Selatanga. Fyrirhugað er að gefa út enn fleiri rit um það sem merkilegt getur talist í Þórkötlustaðahverfi, Járngerðarstaðahverfi og Staðahverfi.

Myndir/Þorgils Jónsson: Að fjallabaki Grindavíkur

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024