Formannaskipti í stjórn Vaxtarsamnings Suðurnesja
Jóhanna Reynisdóttir sem verið hefur formaður stjórnar Vaxtarsamnings Suðurnesja frá upphafi samningstímabilsins, óskaði eftir lausn frá störfum nú í haust. Nýr formaður hefur tekið til starfa og er hann Ragnar Guðmundsson, flugvélaverkfræðingur.
Ragnar er aðstoðarrannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd flugslysa og er hann búsettur í Reykjanesbæ. Um leið og Ragnar er boðinn velkominn til starfa er Jóhönnu færðar þakkir fyrir hennar framlag til verkefnisins og mótunar þess í upphafi, segir á heimasíðu Vaxtarsamnings Suðurnesja.