Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Formaður ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ: Allsherjarsamsæri gegn Davíð
Þriðjudagur 4. mars 2003 kl. 10:02

Formaður ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ: Allsherjarsamsæri gegn Davíð

Georg Brynjarsson formaður Heimis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ segir í pistli á heimasíðu sinni að eftir að vinstri vængurinn hafi um alllangt skeið reynt að fella ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hafi þeim verið ljóst að grípa þyrfti til örþrifaráða. Georg segir í pistli sínum:„Safnað var saman öllu því sem hægt væri að gera til að fella ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, bara af því hann er pólitískur andstæðingur og engu skipti sú mikla hagsæld sem hans stjórnun hefur fært okkur. Ingibjörg Sólrún var kölluð til, Jón Ásgeir og fleiri stíf efnaðir viðskiptamenn voru fengnir til að kaupa Fréttablaðið og hafist var handa úr öllum áttum að sækja að meirihlutanum, vitandi að rökin væru hans megin og því þyrfti að brjóta niður trúveruleika Davíðs Oddssonar og þá myndi fylgi Sjálfstæðisflokksins hrynja. Það er sorglegt að vera íslendingur og horfa uppá fylgi Samfylkingarinnar aukast og þjóðina gleypa við svona lágkúru. Var ekki meira varið í málefnalega stjórnmálalega umræðu en þetta?“ segir Georg í pistli sínum og heldur áfram: „ Ef aðeins brot er satt af því sem komið hefur uppá yfirborðið af ósýnilegum völdum Jóns Ásgeirs er staðan óhugnaleg. Ef einn ungur maður getur með peningum keypt fjölmiðil og gert það sem hann vill er óhugnalegt að búa í svona litlu landi. Hefur Jón Ásgeir lýðræðislegt vald til að steypa ríkisstjórn lýðveldisins og setja Ingibjörgu í staðinn? -þetta vinnur hópur manna að því að gera með því að dæla út í samfélagið röngum skilaboðum og þannig grafa undan Davíð og ríkisstjórn hans.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024