Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar lætur þingmann heyra það
Laugardagur 8. ágúst 2015 kl. 14:00

Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar lætur þingmann heyra það

„Það er eins og margir þingmenn okkar forðist að tala um vanda Reykjanesbæjar opinberlega, sveitarfélag sem er að upplifa eina mestu erfiðleika sem nokkurt sveitarfélaga á Íslandi hefur gengið í gegnum“ segir Friðjón Einarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar og formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar í framhaldi af birtingu greinar Páls Jóhanns Pálssonar úr Grindavík á vf.is.

„Þingmaður okkar, Páll Jóhann Pálsson, framsóknarmaðu,r skrifar athyglisverða grein á facebook síðuna sína nýverið. Þar fjallar hann sérstaklega um Vestmannaeyjar og flutninga á milli lands og eyja. Síðar í greininni fjallar hann um vanda hafna í kjördæminu.
„Mikil fjárþörf liggur fyrir hjá mörgum höfnum landsins og ekki síst hér á Suðurlandi og má þar nefna Grindavík, Sandgerði og Hornarfjörð og í Þorlákshöfn en þar er áætlað að bæta og breyta innviðum hafnarinnar fyrir 2,2 milljarða á næstu árum. Aflagjöld standa engan veginn undir öðru en rétt reglulegum rekstri fiskihafna í dag og Hafnarbótasjóður sem á að styðja við bakið á þessum höfnum hefur verið sveltur í mörg ár"
Það er ansi merkilegt að þingmaðurinn nefnir ekki á nafn hafnirnar í Reykjanesbæ, sem þrátt fyrir gefin loforð m.a. hans, fær ekki krónu á þessu ári en hafnirnar sem hann nefnir fá nokkur hundruð milljónir,“ segir Friðjón í pistli sínum á Facebook.

Grein Páls Jóhanns á vf.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024