Forgangsverkefni að klára Reykjanesbrautina
-segja allir þingmenn Suðurkjördæmis. Áhugahópurinn fundar með samgönguráðherra á föstudag.
„Það er forgangsmál okkar í samgöngumálum að klára tvöföldun Reykjanesbrautar og erum öll sammála um það“. Þetta sögðu þingmenn á fundi með fulltrúum Áhugahóps um örugga Reykjanesbraut í Alþingishúsinu í dag.
„Það er gott að finna að þingmenn eru samstíga í þessu máli og eru okkar samherjar. Við eigum fund með Sturlu Böðvarssyni, samgönguráðherra á föstudag þar sem við munum leita svara hjá honum. Þingmennirnir gátu ekki svarað því til hvenær verkinu yrði lokið, sögðu að við yrðum að fá svör frá ráðherra við því. Við skulum ekki horfa fram hjá þeirri staðreynd að við höfum eins og staðan er nú, ekkert í hendi um að tvöföldunar brautarinnar verði kláruð“, sagði Steinþór Jónsson, talsmaður áhugahópsins í samtali við Víkurfréttir.
Á fundinum kom fram að endurskoðun samgönguáætlunar væri í gangi og horfa þyrfti á þá staðreynd að fyrir lægi niðurskurður upp á 2 milljarða á næstu þremur árum. Þingmenn sögðu að ekki væri ólíklegt að leita yrði annarra leiða til að fjármagna lokakafla verksins. Þeir ræddu ýmislegt sem tengist málinu eins og tekjuaukningu ríkissjóðs í bensíngjaldi.
Þingmennirnir lofuðu áhugahópinn fyrir þeirra þátt og sögðu það ljóst að kraftur hans og eftirfylgni hefði haft mikið að segja. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra sagði að allir þingmennirnir væru að vilja gerðir. „Þetta er vegur allra Íslendinga og mikilvæg braut. Ég vil óska Áhugahópnum til hamingju og vonandi náum við að klára verkið fljótt og vel.
Margrét Frímannsdóttir, fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis óskaði eftir því fyrir hönd þingmannahópsins að hitta áhugahópinn eftir fund hans með samgönguráðherra.
„Við verðum aldrei sáttir fyrr en verkið verður klárað og hlökkum til að takast á við það verkefni með þingmönnum kjördæmisins“, sagði Steinþór Jónsson.
Myndir: Fulltrúar í Áhugahópi um örugga Reykjanesbraut fyrir framan Alþingishúsið í dag. Frá fundi Áhugahópsins með öllum þingmönnum Suður-kjördæmis í Alþingishúsinu í hádeginu.
„Það er forgangsmál okkar í samgöngumálum að klára tvöföldun Reykjanesbrautar og erum öll sammála um það“. Þetta sögðu þingmenn á fundi með fulltrúum Áhugahóps um örugga Reykjanesbraut í Alþingishúsinu í dag.
„Það er gott að finna að þingmenn eru samstíga í þessu máli og eru okkar samherjar. Við eigum fund með Sturlu Böðvarssyni, samgönguráðherra á föstudag þar sem við munum leita svara hjá honum. Þingmennirnir gátu ekki svarað því til hvenær verkinu yrði lokið, sögðu að við yrðum að fá svör frá ráðherra við því. Við skulum ekki horfa fram hjá þeirri staðreynd að við höfum eins og staðan er nú, ekkert í hendi um að tvöföldunar brautarinnar verði kláruð“, sagði Steinþór Jónsson, talsmaður áhugahópsins í samtali við Víkurfréttir.
Á fundinum kom fram að endurskoðun samgönguáætlunar væri í gangi og horfa þyrfti á þá staðreynd að fyrir lægi niðurskurður upp á 2 milljarða á næstu þremur árum. Þingmenn sögðu að ekki væri ólíklegt að leita yrði annarra leiða til að fjármagna lokakafla verksins. Þeir ræddu ýmislegt sem tengist málinu eins og tekjuaukningu ríkissjóðs í bensíngjaldi.
Þingmennirnir lofuðu áhugahópinn fyrir þeirra þátt og sögðu það ljóst að kraftur hans og eftirfylgni hefði haft mikið að segja. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra sagði að allir þingmennirnir væru að vilja gerðir. „Þetta er vegur allra Íslendinga og mikilvæg braut. Ég vil óska Áhugahópnum til hamingju og vonandi náum við að klára verkið fljótt og vel.
Margrét Frímannsdóttir, fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis óskaði eftir því fyrir hönd þingmannahópsins að hitta áhugahópinn eftir fund hans með samgönguráðherra.
„Við verðum aldrei sáttir fyrr en verkið verður klárað og hlökkum til að takast á við það verkefni með þingmönnum kjördæmisins“, sagði Steinþór Jónsson.
Myndir: Fulltrúar í Áhugahópi um örugga Reykjanesbraut fyrir framan Alþingishúsið í dag. Frá fundi Áhugahópsins með öllum þingmönnum Suður-kjördæmis í Alþingishúsinu í hádeginu.