Forgangsraða sjúklingum og stytta biðtíma
Frá og með deginum í dag verður reyndur hjúkrunarfræðingur í móttöku og afgreiðslu bráðavaktarinnar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja ásamt hjúkrunarfræðingi í slysa- og bráðamóttöku með vakthafandi læknum til að flýta fyrir afgreiðslu og stytta biðtíma.
Hlutverk hans er fyrst og fremst að forgangsraða sjúklingum, taka við upplýsingum, undirbúa rannsóknir og koma til móts við þarfir þeirra sem bíða.
Þetta fyrirkomulaga verður sett á til reynslu næstu daga og vikur til að minnka álagið.