Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 10. nóvember 2001 kl. 11:02

Foreldraráðstefnan „Hönd í hönd“ í dag

Foreldraráðstefna sem ber heitið „Hönd í hönd“ verður haldin í dag, laugardaginn 10. nóvember kl. 14-17, í Kirkjulundi. Það er fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar sem sér um ráðstefnuna en allir foreldrar eru hvattir til þess að mæta. Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis en foreldrafélög grunnskóla Reykjanesbæjar sjá um kaffiveitingar.

Mynd: Starfsfólk bæjarskrifstofu mun fjölmenna á foreldraráðstefnuna á morgun.Ýmsir fyrirlestrar verða í boði og má þar nefna fyrirlesturinn „Margþætt hlutverk foreldris” frá Sigrúnu Ólafsdóttur, „Að vera ábyrgur uppalandi”, Gylfi Jón Gylfason, „Að hrökkva eða stökkva“ frá Drífu Kristjánsdóttur og fyrirlesturinn „Móðir mín í tíví“, frá Evu Maríu Jónsdóttur. Inn á milli verða síðan ýmis atriði frá nemendum og umræður um fyrirlestrana og fyrirspurnir. Ellert Eiríksson, bæjarstjóri setur ráðstefnuna kl. 14. Allir foreldrar eru hvattir til að mæta á ráðstefnuna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024