Foreldrar vilja að skólinn hætti fyrr að vori
Viðhorfskönnun meðal foreldra barna í Grunnskóla Grindavíkur var gerð nýverið. Könnunin kom inn á vetrarfrí, skólamáltíðir, starfstíma skóla og fleira. Í könnuninni kom meðal annars fram að flestir foreldrar vilja að skólarnir hefjist fyrr að hausti og ljúki fyrr að vori. Þá eru 80% foreldra í Grindavík með internettengingu.
Best svörun var hjá foreldrum yngstu nemendanna. Flestir foreldrar vilja byrja fyrr að hausti og hætta fyrr að vori. 52% spyrjenda voru hlyntir vetrarfríi. Fleiri vilja hafa vetrarfrí að hausti en eftir áramót, en flestir vilja bæði fyrir og eftir áramót. Þá var spurt um hentugan tíma undir foreldraviðtöl. 57% vilja fundi utan dagvinnutíma, 41% á dagvinnutíma. Tölvuaðgengi er mjög algengt meðal foreldra eða 92,5% og rúmlega 80% eru með internettengingu. Fréttabréf skólans skilar sér sæmilega inn á heimili og er mjög vel lesið eða af 93%. Hvað varðar matar og nestismál skólans eru mjög ánægðir og frekar ánægðir 67% foreldra.
Best svörun var hjá foreldrum yngstu nemendanna. Flestir foreldrar vilja byrja fyrr að hausti og hætta fyrr að vori. 52% spyrjenda voru hlyntir vetrarfríi. Fleiri vilja hafa vetrarfrí að hausti en eftir áramót, en flestir vilja bæði fyrir og eftir áramót. Þá var spurt um hentugan tíma undir foreldraviðtöl. 57% vilja fundi utan dagvinnutíma, 41% á dagvinnutíma. Tölvuaðgengi er mjög algengt meðal foreldra eða 92,5% og rúmlega 80% eru með internettengingu. Fréttabréf skólans skilar sér sæmilega inn á heimili og er mjög vel lesið eða af 93%. Hvað varðar matar og nestismál skólans eru mjög ánægðir og frekar ánægðir 67% foreldra.