Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Foreldrar hvattir til þess að taka sér frí frá vinnu á morgun
Miðvikudagur 20. október 2004 kl. 13:34

Foreldrar hvattir til þess að taka sér frí frá vinnu á morgun

Heimili og skóli – landssamtök foreldra hvetja foreldra grunnskólabarna til þess að sýna í verki samstöðu með börnum sínum og taka sér frí frá vinnu eftir hádegi fimmtudaginn 21. október. Þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins í dag. Samtökin hvetja einnig atvinnurekendur til að sýna foreldrum skilning og gefa þeim frí þennan eftirmiðdag svo foreldrar geti gert eitthvað uppbyggilegt með börnum sínum og unglingum.

Í tilkynningu frá samtökunum segir að samtökin hafi einnig sent þau tilmæli til foreldrafélaga og foreldraráða að þau fari á fund sinna bæjar- eða sveitarstjóra og ræði hvernig þeir ætla að axla þá ábyrgð að halda skóla fyrir öll börn og unglinga í 170 daga eins og lög gera ráð fyrir.
Eins hafa samtökin hvatt foreldra til þess að senda tölvupóst á sína kjörnu fulltrúa sem og á samninganefnd kennara og fara fram á að fundin verði tafarlaust lausn á verkfalli grunnskólakennara.

VF-mynd/ úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024