Sunnudagur 29. desember 2002 kl. 19:50
Foreldrar hafi eftirlit með flugeldafikti
Lögreglan í Keflavík hvetur foreldra barna og ungmenna til að hafa sérstakt eftirlit með afkvæmum sínum þessa dagana. Nokkuð hefur borið á fikti með flugelda núna fyrir áramótin, þó svo ekki hafi orðið alvarlegt slys.Hættan er hins vegar mikil og auðvelt fyrir börn að gleyma sér í hita leiksins.