Foreldrar geri ráðstafanir og sæki börn eftir skóla á morgun
	Foreldrum og forráðamönnum barna við Háaleitisskóla á Ásbrú hefur verið send tilkynning þar sem varað er við mjög slæmu veðri á morgun. Foreldrar eru beðnir um að gera viðeigandi ráðstafanir og sækja börn sín þegar skóla lýkur ef að spá gengur eftir.
	„Veðurstofa Íslands vill vekja athygli á mjög slæmu veðri sem spáð er á morgun, föstudaginn 24. febrúar. Búast má við að vindhraði nái víða 20-28 m/s á sunnan- og vestanverðu landinu eftir hádegi á morgun, ásamt mjög hvössum vindhviðum, allt að 40 m/s.
	 
	Foreldrar eru beðnir um að gera viðeigandi ráðstafanir og sækja börn sín þegar skóla lýkur ef að spá gengur eftir.
	 
	Skólastarf verður með hefðbundnum hætti á morgun og frístund er opin til 16:00 fyrir þá sem eru skráðir þar,“ segir í tilkynningunni.
				
	
				
 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				