Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Foreldrar Dags með skilaboð – „Sveitalúði í báðar ættir“
Þriðjudagur 3. febrúar 2015 kl. 09:03

Foreldrar Dags með skilaboð – „Sveitalúði í báðar ættir“

Dagur Kár Jónsson var „tekinn á teppið“ af foreldrum sínum.

Dagur Kár Jónsson var „tekinn á teppið“ af foreldrum sínum eftir að hafa kallað stuðningsmenn Skallagríms „sveitalúða“ í viðtali við mbl.is á mánudaginn. Dagur Kár, sem er leikmaður körfuknattleiksliðs Stjörnunnar  er sonur Jóns Kr. Gíslasonar og Auðar Sigurðardóttur sem voru búsett í Reykjanesbæ í áraraðir.

„Mamma og Pabbi gáfu mér þennan bol áðan, þau voru víst ekki sátt með óheppilegt orðaval mitt eftir leikinn í gær enda bæði úr "Sveitinni" – skrifar Dagur Kár á fésbókarsíðu sína en Auður er ættuð frá Siglufirði og Jón er Keflvíkingur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Dagur og félagar hans í Stjörnunni mæta KR-ingum í úrslitum Poweradebikarsins í Laugardalshöll þann 21. febrúar.