Foreldrar bjóða fram starfskrafta við kennslu í Vogum
Hópur foreldra nemenda við Stóru-Vogaskóla í Vatnsleysustrandarhreppi hefur sett sig í samband við skólastjórann og boðið fram starfskrafta sína í þeim miklu forföllum kennara við skólann, segir í tilkynningu frá hópi foreldra sem barst Víkurfréttum nú áðan. Nafnalista með nöfnum foreldra sem eru tilbúnir að taka að sér kennslu í forföllum verður komið til skólastjóra seinna í dag þannig að skólastjóri þurfi ekki að senda börnin heim á morgun.