Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Foreldraklúbbur á fullu skriði
Miðvikudagur 13. apríl 2005 kl. 15:20

Foreldraklúbbur á fullu skriði

Börnin gáfu sér tíma til að horfa til ljósmyndarans eitt stundarkorn á meðan foreldrar þeirra hlustuðu á fyrirlestur fyrr í dag. Þegar ljósmyndari Víkurfrétta bara að garði í 88 Húsinu var Svanhildur Eiríksdóttir frá Bókasafni Reykjanesbæjar að halda fyrirlestur fyrir unga foreldra um lestur og hlustun hjá ungum börnum. Foreldrar á aldrinum 16-25 ára hittast í 88 Húsinu alla miðvikudaga klukkan 14:00 en annan hvern miðvikudag er fyrirlestur eða einhverskonar fræðsla. 

Dagskráin framundan:

20.apríl kl. 14  - Gylfi Jón Gylfason yfirsálfræðingur Reykjanesbæjar – SOS   
4.maí kl. 14   Skyndihjálp   - Hvernig get ég bjargað barninu mínu með skyndihjálp?

www.88.is

 

Vf-mynd/Bjarni - 88 Húsið í dag. Krakkarnir léku sér saman á meðan að ungir foreldrar hlustuðu á fyrirlestur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024