Foreldrafélagið í Grindavík gefur spjaldtölvur
Foreldrafélag Grunnskóla Grindavíkur gaf skólanum peninga sem varið var í að kaupa þrjá iPad sem sérstaklega munu tilheyra sérkennslunni. Fyrir hönd foreldrafélagsins afhenti Guðbjörg Sveinsdóttir aðstoðarskólastjóri þessa góðu gripi fyrir helgi á starfsmannafundi og þakkaði hún Foreldrafélaginu rausnarlega gjöf.
Sérkennarar og þroskaþjálfar á yngsta-, mið- og elsta stigi tóku glaðir við gjöfunum og má teljast öruggt að þetta komi í góðar þarfir.